Fyrirlesarar

Fyrirlesarar sem tilkynnt hefur verið um

Caroline Mazel-Carlton

Caroline Mazel-Carlton er skynsegin (e. neurodivergent) einstaklingur sem lifði af áföll sem hún upplifði bæði í geð- og refsiréttarkerfinu. Hún vinnur nú að því að stuðla að skaðaminnkun, von og mannréttindum sem forstöðumaður námstækifæra fyrir Wildflower Alliance og sem stjórnarmaður í Hearing Voices Network USA. Síðan hún flutti út úr búsetukjarna árið 2009 hefur Caroline veitt stuðning, málsvörn og fræðslu í fjölbreyttum aðstæðum, allt frá grasrótar samfélagsrýmum til réttargeðdeilda og til hámarks öryggisfangelsa.

Ástríða Caroline er að rannsaka og setja í forgrunn þær upplifanir sem eru oft þaggaðar niður, svo sem sjálfsvíg, áföll og raunveruleika án samstöðu. Störf hennar innan Alternatives to Suicide og Hearing Voices Network hefur verið fjallað um í bókum eins og The Mind and the Moon eftir Daniel Bergner og vinsælum fjölmiðlum eins og New York Times, Foreign Policy og O tímaritinu.

Caroline hefur lagt sitt af mörkum til margra fræðilegra rita um sjálfsvíg og einnig bók um reynslu sína á skautum í hjólaskautaati þar sem hún gengur undir nafninu „Mazel Tov Cocktail“. Caroline rannsakar einnig og iðkar dulspeki og þjóðlegar venjur gyðinga. Hún vinnur reglulega með þeim sem lifðu af geðheilbrigðiskerfið og eru að endurheimta andleg tól og tæki og umgjörð til að finna lækningu, samfélag og frelsun.

Will Hall

Will Hall, MA, DiplPW og PhD kandídat við háskólann í Maastricht er meðferðaraðili sem starfar við að breyta samfélagslegum viðbrögðum við brjálæði. Will er einn af þeim aðgerðarsinnum sem hafa látið til sín taka til langs tíma innan hreyfinga þeirra sem hafa lifað af geðheilbrigðiskerfið. Hann heldur úti Madness Radio, er meðstofnandi Freedom Center, meðstofnandi Portland Hearing Voices, meðstofnandi Hearing Voices Network USA og fyrrverandi samhæfingaraðili Icarus verkefnisins.

Will hefur komið fram í ýmsum heimildarmyndum, þar á meðal Crazywise, Healing Voices og Coming off Psych Drugs; A Meeting of Minds. Will er með prófskírteini í opnu samTali (e. open dialogue) og diplómu í jungískri sálfræði. Will hefur hlotið Judi Chamberlin málflutningsverðlaunin, Portland Open Minds verðlaunin og Stavros Center for Independent Living Disability Rights verðlaunin fyrir réttindabaráttu hans í þágu fatlaðra.

Hann er höfundur Harm Reduction Guide to Coming Off Psychiatric Drugs and Outside Mental Health: Voices and Visions of Madness (sem komst í úrslit fyrir Publishers Weekly BookLife Prize fyrir fræðirit árið 2022), auk ritrýndra greina í Journal of Humanistic Psychology and Research Ethics, og kafla í Modern Community Mental Health An Interdisciplinary Approach eftir Oxford háskóla og The Oxford Handbook of Psychology and Spirituality. Nýlega stofnaði hann Mad Camp, sumarbúðir fyrir eftirlifendur. www.willhall.net www.madnessradio.net www.outsidementalhealth.com

Trevor Eyles

Trevor Eyles er sjálfstætt starfandi ráðgjafi varðandi raddir, sem er upphaflega frá Bretlandi en hefur haft aðsetur í Árósum í Danmörku undanfarin þrjátíu ár. Trevor, sem menntaði sig sem hjúkrunarfræðingur í Englandi og sem geðlæknir í Danmörku, hefur starfað við félagsgeðþjónustu í tuttugu ár og einbeitt sér að því að koma að stofnun og þróa stuðning við raddheyrendur síðan 2003, auk þess að mennta heilbrigðisstarfsfólk.

Sérhæfð áhugasvið Trevors felur í sér að vinna einstaklingsbundið með raddheyrendum, setja upp og aðstoða raddheyrandi hópa, þjálfa fagfólk til að skilja og vinna með Maastricht nálgunina (e. Maastricht Interview) og raddsamræður (e. Voice-Dialogue) bæði með einstaklingum sem og í vinnustofum.