Vinnustofur

Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum

Vinnustofur í Litróf 15. maí

8:30 Raddir breytinga: LET(s) Lead vinnustofa
Yale, Kristine Irizarry og Maria Restrepo-Toro

Vertu með í kraftmikilli LET(s) Lead vinnustofu með Kristine Irizarry og Maria Restrepo-Toro, þar sem leiðtogastarf út frá lifandi reynslu og batamiðaðri þjónustu er kannað. Þessi gagnvirka vinnustofa mun varpa ljósi á hvernig jafningjastýrðar breytingar geta mótað geðheilbrigðisþjónustu sem byggir í meiri mæli á samkennd og inngildingu.

15 þátttakendur í LET(s) Lead verkefninu munu sem hluti af vinnustofunni deila stuttum kynningar- og söluræðum – kröftugum sögum af þeirra persónulegri vegferð og framtíðarsýn um breytingar í geðheilbrigðismálum. Saman munum við fagna lífsreynslu sem drifkrafti nýsköpunar, tengingar og umbreytingar í geðheilbrigðiskerfum.

Vinnustofur í Mildi 15. maí

8:30 Kynning á psychodrama, athöfn sálarinnar
Trausti Ólafsson

Á vinnustofunni verður unnið samkvæmt aðferðum geðlæknisins Jacob Levy Moreno, sem var frumkvöðull í hópmeðferð í geðlækningum, en hann þróaði aðferð sem hann kallaði psychodrama á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Moreno leitaði til leikhússins til að finna aðferðir til að vinna með hópi og leitast við að finna lausnir á stærri og minni vanda þátttakenda. Orðið psychodrama er samsett úr tveimur grískum orðum og má segja að orðið merki athöfn sálar, eða sálin að verki. Á vinnustofunni mun hópnum gefast tækifæri til þess að skoða sjálfa sig og aðra og spegla sig í hvers annars reynslu.


9:30 Kaffi


9:45 25 ára starf með röddum í geðþjónustu
Trevor Eyles

Á þessari vinnustofu ræðir Trevor reynslu sína af þeim fjölmörgu og margvíslegu leiðum þar sem það er bæði styðjandi, samþykkt og gagnlegt að vinna með raddheyrendum.

Í gegnum forvitni og samvinnu, frekar en (falska) faglega „þekkingu“, hefur meirihluti fólksins sem hann hefur unnið með og lært af, nú aðlagað sig að því hvernig það lifir lífi sínu, með eða án radda, og laust við þá þvingun sem stundum getur fylgt geðlækningum.

9:45 Öndun og svitahof innan og utan fangelsa
Arnór Bragason og Þorlákur Morthens

Á þessum klukkutíma er ætlunin að kynna og bjóða upp á sérstaka öndunarvinnu, sem kallast endurfæðingaröndun, og hvernig hægt er að nota hana á gagnlegan hátt í daglegu amstri og tilfinningaúrvinnslu. Við munum einnig segja frá vinnu okkar í fangelsum og utan þeirra og hvernig við notum svitahof og öndunaræfingar í tegnslum við þá vinnu.

Bataakademían er hópur fólks sem vinnur á jafningjagrundvelli með einstaklingum sem dvelja í fangelsum. Þau stunda ýmis konar starfsemi innan veggja fangelsanna, svo sem hugleiðslu, svitahof og öndunaræfingar.


10:45 Kaffi


11:00 Skjólshús
Caroline Mazel-Carlton

Sem manneskjur eru orð okkar einhver af öflugustu verkfærunum sem við höfum. Orð okkar geta opnað nýja skilningsheima en hafa samt möguleika á að ýta undir skömm, þagga niður og takmarka líf. Þessi vinnustofa mun kynna V-C-V-C líkanið (Validation-Curiosity-Vulnerability-Community) sem Caroline setti fyrst fram fyrir Wildflower Alliance en er nú kennt víðsvegar um heim. 

V-C-V-C er ekki handrit eða fastar verkreglur. Það er leið til að samþætta skaðaminnkandi gildi svo að samtöl okkar geti verið dýpri, raunsannari og heilandi. Það er einnig ákveðið leiðarljós svo við getum forðast nokkrar af gildrum margra vestrænna meðferðarmódela á borð við sjúkdómsvæðingu eða að segja fólki hvað það á að gera. Komdu og taktu þátt í samræðunum!

11:00 Rannsóknir á persónulegri reynslu af andlegum áskorunum
Grétar Björnsson og Gunnhildur Una Jónsdóttir

Ljóðapúsl, sameiginleg skrif og örsögur. Í vinnustofunni með Gunnhildi Unu verður lögð áhersla á sköpun og samvinnu. Þátttakendur sameinast í að búa til ljóð og örsögur þar sem hver rödd fær að njóta sín.

Í vinnustofunni sinni mun Grétar segja stuttlega frá rannsókn sinni á upplifun fólks sem heyrir raddir og/eða er með skynjanir sem flest okkur önnur erum ekki með.

Rannsóknin var lokaverkefni hans til MA gráðu í félagsfræði og var tilgangur hennar að ræða við meðlimi Hearing voices Iceland og aðra sem ekki voru í félaginu og athuga hvort viðhorf, til og viðbrögð þessum óhefðbundnu upplifana væru ólík. Við munum einnig ræða um og vinna örverkefni í kringum hugtökin geðklofi og raddheyrari.


12:00 Hádegismatur


13:00 Sisu sem seigla, náð og mildi: persónuleg fyrirspurn um innri styrk
Elisabet Lahti

Þessi vinnustofa kynnir til sögunnar finnska hugtakið “sisu” og upplifanir því tengt. Sisu fjallar um lífskraft sem hjálpar okkur að þola áskoranir, bregðast við áskorunum og nota styrk okkar skynsamlega – ekki sem leið til að þrauka og halda sífellt áfram. Dr. Elisabet Lahti blandar saman vísindum og frásögn til að kortleggja ófyrirsjáanlegt landslag um hvað það þýðir að vera manneskja – og græðari – á þessum tíma, og leiðbeinir þátttakendum að þekkja sitt sisu og læra hvernig á að nota það skynsamlega.

Heilbrigður innri styrkur snýst ekki um að leggja harðar að sér, heldur að mýkjast í styrk, vera til staðar fyrir okkur sjálf, opin fyrir því að þurfa á öðrum að halda samhliða því að styðja hvert annað í gegnum lífið og verða þannig sterkari en nokkru sinni fyrr. Fundurinn felur í sér leiðsögn um ígrundun, ljúfar hreyfingar og verkfæri fyrir bæði persónulega og faglega notkun. Hvort sem þú ert jafningjastuðningsmaður, iðkandi eða á þínu eigin heilunarferðalagi, þá er þetta boð um að hægja á þér, hitta sjálfan þig – og rísa upp í ást og sisu, einn andardrátt í einu.

13:00 Lífsflæðið mitt: Náttúrumeðferð út frá Kawa líkaninu
Harpa Ýr Erlendsdóttir og Alda Pálsdóttir frá Lífs-Iðju

Í þessari vinnustofu notum við náttúruna og Kawa líkanið úr iðjuþjálfunarfræðum sem leiðarljós í sjálfsskoðun og tengingu gegnum náttúruna.

Með stuðningi náttúrunnar skoðum við flæði lífsins – hvað styður okkur, hvað stendur í vegi og hvaða rými höfum við til að auka vellíðan. Þátttakendur upplifa hreyfingu, skynjun og samveru á eigin forsendum.

Lögð er áhersla á nærandi nálgun þar sem hver og einn tengist líkama sínum, tilfinningum og umhverfi með virðingu og forvitni.


14:15 Að endurhugsa enduraðlögun: Kraftur jafningjastuðnings
Fritzi Horstman, Johan Lothe, Tuuli Daavittila, Guðmundur Ingi Þóroddsson

Þessi vinnustofa skoðar jafningjastuðning í tengslum við enduraðlögun fanga með sjónarmiðum frá norrænum frjálsum félagasamtökum. Johan Lothe kynnir WayBack í Noregi, Tuuli Daavittila deilir innsýn frá RETS í Finnlandi og Guðmundur Ingi Þóroddsson kynnir Afstöðu á Íslandi.

Vinnustofan felur í sér gagnvirka lotu undir forystu Fritzi Horstman frá Compassion Prison verkefninu sem býður upp á heilandi áfallaupplýsta reynslu. Saman undirstrika þessar raddir hvernig lifuð reynsla, stuðningur jafningja og aðferðir byggðar á samkennd geta umbreytt enduraðlögunar ferðinni og stuðlað að reisn og tengingu fyrir fólk sem yfirgefur fangelsi.

14:15 Somatic Movement
Brian Gerke

Í þessari klukkutíma vinnustofu munum við kanna hvernig hægt er að nota einfaldar grunnhreyfingar til að staðsetja okkur innan líkamans á ný, róa taugakerfið og endurheimta vellíðunartilfinningu. Þátttakendur byrja í sitjandi stöðu en verða leiddir í gegnum þrep innblásin af hreyfiþroskaskrefum úr barnæsku – á borð við jarðtengingu, teygjur, spíralhreyfingu og taktbreytingar.

Þessar hreyfingar eru hannaðar til að vekja djúpstæða líkamsvitund, tengja okkur aftur við meðfædda yfirsýn og styðja við jafnvægi taugakerfisins. Með því að endurskoða þessi frummynstur nýtum við okkur náttúrulega getu líkamans til sjálfssefunar og seiglu. Engin fyrri reynsla er nauðsynleg – bara vilji til að hægja á, tengjast á nýjan leik og hreyfa sig af forvitni. Þetta námskeið er tilvalið fyrir öll sem leita að mildri, aðgengilegri nálgun til að styðja við tilfinningalega og líkamlega jarðtengingu.